English at Kent School of English sumarið 2019
Enskuskóli Erlu Ara 
hefur allt frá 1994 boðið upp á námsferðir í  enskuskóla til Englands.  Fyrstu sex árin eingöngu fyrir hópa af fullorðnu fólki en sumarið 2019 verður nítjánda sumarið sem einnig er boðið upp á námsferðir fyrir unglinga. Rúmlega eitt þúsund unglingar hafa því komið með okkur í þessar ferðir.

Enskunám í Kent School of English (fyrir 13-16 ára, elstu árgangar grunnskólans)


Staður: 
Broadstairs er vinalegur 25 þúsund íbúa sjávarbær og sumarleyfisstaður á suðausturströnd Englands.  Broadstairs er skammt frá Canterbury og Dover (tæplega tveggja tíma akstur frá London)

Tími: 16-29. júní: (tvær kennsluvikur) Farið út að morgni sunnudags og komið heim síðdegis á laugardeginum 29. júní Verð: 256 þúsund (eitt pund er 150 isl. kr)

Skólinn: Kent School of English sem er viðurkenndur af British Council, hefur starfað síðan árið 1972. Skólinn leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta, fyrsta flokks kennslu sérmenntaðra kennara og sérhæfir sig í að taka á móti hópum nemenda frá hinum ýmsu löndum á sumrin. www.kentschoolofenglish.com

Kennsla: Fer fram í 12 manna hópum sem raðað er í eftir getu. Rík áhersla er lögð á að þjálfa hlustun og tal og miðast mörg verkefnin að því að láta nemendur frá mismunandi þjóðernum vinna saman. Allt námsefni er innifalið. Hefðbundin kennsla fer fram í skólanum á morgnana og auk þess eftir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum.  Eftir hádegi á mánudögum og föstudögum taka nemendur þátt í hinum ýmsu uppákomum með kennurum skólans og á miðvikudögum eftir hádegi er boðið upp á ferð til Canterbury.

Afþreying og skemmtun: Eftir hádegi og á kvöldin taka nemendur þátt í dagskrá á vegum skólans. Einnig er í  hverri viku boðið upp á eina síðdegisferð (Farið verður til Canterbury) og dagsferð á laugardeginum (Cambridge ).  Afþreyingin er af ýmsum toga svo sem leiklist, tónlist, tennis, blak og keila.  Á kvöldin getur afþreyingin falist í diskóteki, hlöðuballi, bíóferð og karaoki. Allri kvölddagsrká er lokið klukkan 22:00.

Gisting og uppihald: Nemendur dvelja hjá fjölskyldum þar sem þeir fá morgunmat og kvöldverð alla virka daga en allar þrjár máltíðir um helgar (nesti í hádeginu). Innifalið í verði eru sérstakir matarmiðar sem nemandinn getur notað á ýmsum stöðum í Broadstairs til þess að kaupa sér hádegismat virka daga. Nemandinn dvelur oftast í tveggja manna herbergi eða stærra.   Lögð er áhersla á að tveir nemendur af sama þjóðerni dvelji saman hjá fjölskyldunni nema óskað sé eftir að nemandi verði ekki með einstaklinga af sama þjóðerni en það skal tekið fram að fyrrgreint fyrirkomuleg hefur reynst afar vel.  Fjölskyldan sér um léttan þvott og útvegar handklæði og rúmföt. 
Ef nemandi hefur einhverjar sérþarfir (grænmetisæta, mjólkuróþol, ofnæmi og fl.) þá endilega látið Erlu Aradóttur vita sem fyrst. Minniháttar aukagjald bætist við vegna sér fæðuþarfa.

Af fenginni reynslu hefur sú ákvörðun verið tekin að ekki er hægt að bjóða einstaklingum að taka þátt í námsferðinni sem þurfa á aðstoð við lyfjagjöf að halda.
Einnig skal það skýrt tekið fram að unglingar sem reykja eru ALLS EKKI VELKOMNIR MEÐ Í FERÐINA og að öll áfengisneysla er að sjálfsögðu óheimil.
Íslenskir hópstjórar:
 Íslenskir hópstjórar fylgja nemendum út og heim aftur til Íslands auk þess að vera til staðar allan tímann.
Samningur: Foreldrar eða forráðamenn ásamt nemendum eru vinsamlegast beðnir um að undirrita samning (sjá sýnishorn hér að neðan) og afhenda hann á fundi sem haldinn verður í maí.
Heildarverð: ca 256.000
(Heildarverðið getur breyst (lækkað eða hækkað) miðað við gengi krónunnar þegar gengið er frá flugfari og greiðslu inná pundreikning)
Greiðslufyrirkomulag: Staðfestingargjald sem er óendurkræft er 65.000
Staðfestingargjaldið greiðist viku eftir skráningu einstaklings inn á: 545 26 212122, kt  650697 2519 Uppsprettan ehf. Muna að senda tilkynningu um greiðslu á erlaara@enskafyriralla.is og taka fram nafn og kennitölu þess nemanda sem verið er að greiða fyrir.
Eftirstöðvar (fyrir utan flug) 935 GBP
greiðist fyrir 1. maí inn á 545 38 250215 IBAN nr. IS270545382502156506972519

og muna að senda tilkynningu um greiðslu á erlaara@enskafyriralla.is og taka fram nafn og kennitölu þess nemanda sem verið er að greiða fyrir. Ath. Þessari greiðslu má skipta í tvennt. Þ.e. 1. maí og 1. júní til helminga.

Flugmiði sem er ca  46.000 greiðist fyrir 25. apríl Þegar þar að kemur munu verða sendar upplýsingar frá Icelandair um hvernig ganga skuli frá greiðslu fyrir flugið á netinu. Í boði er að nota gjafabréf.
Innifalið í verði: 
Flug, ferðir til og frá flugvelli í Englandi, enskunámskeiðið, gisting, fullt fæði, allar ferðir og uppákomur á vegum skólans svo og þjónusta hópstjóra  sem eru með hópnum allan tímann.
Eyðublað-samþykkt ferð barns til útlanda.
Nú þarf að vera undirskrifuð umsókn vottfest af tveimur vottum eða lögbókanda hjá sýslumanni um að barn megi fara með fararstjóra úr landi.  
​ Fundur:
Með hópstjórum, nemendum, forráðamönnum og Erlu Aradóttur, verður haldinn 29. maí kl. 17:15  (Nöfn sem byrja á a-h ) og kl. 18:15 (Nöfn i-ö). Vegna plássleysis er æskilegt að nemandi komi aðeins í fylgd með einum fullorðnum á fundinn. Fundurinn er haldinn í Menntasetrinu við Lækinn við Skólabraut í Hafnarfirði (sjá staðsetningu á heimasíðu)   http://enskafyriralla.is/erla-sjalf/her-erum-vid/
Nánari upplýsingar og eða skráning: Hikið ekki við að hafa samband við Erlu Aradóttur  erlaara@enskafyriralla.is

Sýnishorn af samningi sem forráðamaður og nemandi skrifa undir þegar þar að kemur
Reglur:

öll áfengisneysla að sjálfsögðu óheimil

hlíta ber reglum varðandi útivist

stundvísi og skyldumæting í alla tíma og dagskrá á vegum skólans

kurteisi og góð umgengni á heimilum í skólanum og annars staðar

Ef nemandi hegðar sér illa í tímum geta skólayfirvöld neitað að hafa hann í tíma.
Einnig gæti fjölskylda neitað að hafa nemanda lengur hjá sér ef hann er ókurteis og kemur heim á röngum tíma.
Ef nemandi brýtur ofangreindar reglur getur þurft að senda hann heim til Íslands á kostnað forráðamanns hans.
Nafn: forráðamanns: ________________________________________________________
Nafn nemanda:____________________________________________