Enskunám í Kent School of English sumarið 2018

Enskuskóli Erlu Ara hefur allt frá 1994 boðið upp á námsferðir í  enskuskóla til Englands.

Enskunám í Kent School of English

Staður: Broadstairs er vinalegur 25 þúsund íbúa sjávarbær og sumarleyfisstaður á suðausturströnd Englands.  Broadstairs er skammt frá Canterbury, Ermasunds-göngunum og White Cliffs of Dover (tæplega tveggja tíma aksturslengd frá London)    Tími: 17.-30. júní.

Skólinn: Kent School of English sem er viðurkenndur af British Council, hefur starfað síðan árið 1972. Skólinn leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta, fyrsta flokks kennslu sérmenntaðra kennara og sérhæfir sig í að taka á móti hópum nemenda frá hinum ýmsu löndum.

Kennsla: Fer fram í 10 manna hópum sem raðað er í eftir getu. Rík áhersla er lögð á að þjálfa hlustun og tal. Allt námsefni er innifalið. Kennsla fer fram í skólanum á morgnana frá 9-12:15 og einnig tvo eftirmiðdaga í viku frá 14-17.

 Afþreying og skemmtun: Í viku hverri er boðið upp á afþreyingu fjögur kvöld. Einnig er í annarri hverri viku boðið upp á eina síðdegisferð (Canterbury) og á laugardeginum er boðið upp á dagsferð.  Afþreyingin er af ýmsum toga svo sem göngutúr, sveitaferðir, söngkvöld, bíóferð, keila og fleira.

Gisting og uppihald: Nemendur dvelja tveir eða fleiri  hjá fjölskyldum þar sem þeir fá morgunmat og kvöldverð alla virka daga en allar þrjár máltíðir um helgar (nesti í hádeginu).  Hver og einn nemandi dvelur í eins manns herbergi.  Fjölskyldan sér um léttan þvott og útvegar handklæði og rúmföt. Heimilin eru öll í göngufæri frá skólanum. Ef nemandi hefur einhverjar sérþarfir (grænmetisæta, ofnæmi og fl.) þá endilega látið Erlu Aradóttur vita sem fyrst.

Verð: Heildarverð er  ca.  225.000  þúsund krónur (ath verð getur breyst ef veruleg breyting verður á gengi)

Innifalið í verði: Flug, ferðir til og frá flugvelli í Englandi, enskunámskeiðið, gisting, hálft fæði og allar ferðir og uppákomur á vegum skólans svo og þjónusta hópstjóra  sem er með hópnum allan tímann.

 

Greiðsla:

  • Staðfestingargjald (óafturkræft) 50 þúsund krónur greiðist innan við viku frá skráningu  inn á  bankareikning: 0545 26 212125  kt 650697 2519.
  • Flugmiði sem er  48.100  greiðist fyrir 25. apríl ( Hilda Ólafsdóttir Hópadeild Icelandair, sími:5050406 mun senda leiðbeiningar um hvernig gengið skal frá greiðslu fyrir flugið á netinu) Texti frá Icelandair: Uppgefið verð getur breyst til samræmis við hækkun á eldsneytisverði og álögðum sköttum. Verðdæmi þetta miðast við gengi.
  • Eftirstöðvar sem eru 128.510 greiðist fyrir 15. apríl inn á ofangreindan reikning og muna að senda tilkynningu um greiðslu á erlaara@enskafyriralla.is og taka fram nafn og kennitölu þess nemanda sem verið er að greiða fyrir

Fundur: Með Erlu Aradóttur  verður haldinn  í kennslustofu Erlu Ara 17. maí kl. 18:00

Nánari upplýsingar : Hikið ekki við að hringja í Erlu Aradóttur í síma 8917576 til þess að fá nánari upplýsingar