Enskuskóli Erlu Ara hefur allt frá 1994 boðið upp á námsferðir í enskuskóla til Englands.
Enskunám í Kent School of English
Staður: Broadstairs er vinalegur 25 þúsund íbúa sjávarbær og sumarleyfisstaður á suðausturströnd Englands. Broadstairs er skammt frá Canterbury, Ermasunds-göngunum og White Cliffs of Dover (tæplega tveggja tíma aksturslengd frá London) Tími: 8.-21. ágúst.
Skólinn: Kent School of English sem er viðurkenndur af British Council, hefur starfað síðan árið 1972. Skólinn leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta, fyrsta flokks kennslu sérmenntaðra kennara og sérhæfir sig í að taka á móti hópum nemenda frá hinum ýmsu löndum.
Kennsla: Fer fram í 10-12 manna hópum sem raðað er í eftir getu. Rík áhersla er lögð á að þjálfa hlustun og tal. Allt námsefni er innifalið. Kennsla fer fram í skólanum á morgnana frá 9-12:15 og einnig tvo eftirmiðdaga í viku frá 14-17.
Afþreying og skemmtun: Í viku hverri er boðið upp á afþreyingu fjögur kvöld. Einnig er í hverri viku boðið upp á eina síðdegisferð (Canterbury) og á laugardeginum er boðið upp á dagsferð. Afþreyingin er af ýmsum toga svo sem göngutúr, sveitaferðir, söngkvöld, bíóferð, krárferðir, göngutúr og fleira.
Gisting og uppihald: Nemendur dvelja tveir hjá fjölskyldum þar sem þeir fá morgunmat og kvöldverð alla virka daga en allar þrjár máltíðir um helgar (nesti í hádeginu). Fjölskyldan sér um léttan þvott og útvegar handklæði og rúmföt. Heimilin eru öll í göngufæri frá skólanum. Ef nemandi hefur einhverjar sérþarfir (grænmetisæta, ofnæmi og fl.) þá endilega látið Erlu Aradóttur vita sem fyrst.
Verð: Heildarverð er ca. 285.000 þúsund krónur (miðað við gengi 1 £ er 180 isl. kr)
Innifalið í verði: Flug, ferðir til og frá flugvelli í Englandi, enskunámskeiðið, gisting, hálft fæði og allar ferðir og uppákomur á vegum skólans svo og þjónusta hópstjóra sem er með hópnum allan tímann.
Hringið í síma 8917576 eða sendið email á erlaara@enskafyriralla.is