FullSizeRenderErla Aradóttir stofnaði skólann árið 1993.

Erla er með framhaldsskólaréttindi sem enskukennari og er með meistaragráðu í enskukennslu fyrir útlendinga frá The University of East Anglia.  Hún hefur kennt ensku í grunnskóla, framhaldsskóla og fullorðins fræðslu. Á hverju námskeiði skólans stunda um 190 nemendur enskunám og 90% af þeim eru konur.  Karlmenn eru að sjálfsögð velkomnir og er alltaf vel tekið á móti þeim.  Meðalaldur nemenda er um 45 ár og flestir stunda enskunám til þess að bæta sína stöðu á vinnumarkaðnum og einnig til þess að vera færari um að nota enskuna í almennum samskiptum.  Skólinn býður upp á tíu getustig og er lögð áhersla á tal á öllum getustigum auk þess sem rík áhersla er lögð á að bjóða upp á skemmtilegt lesefni sem einnig fylgja hljóðdiskar.

Skólinn er með ferðaskrifstofuleyfi undir heitinu Uppsprettan. Á sumrin stendur nemendum til boða að fara í námsferð til Englands. Nemendur stunda þá enskunám í tvær vikur auk þess sem þeir njóta þess að kynnast enskri menningu. Þess fyrir utan auglýsir Enskuskóli Erlu Ara námsferð fyrir 13-16 ára og í því tilfelli er um að ræða unglinga alls staðar að af landinu sem halda utan í tveggja vikna námsferð til Broadstairs þar sem þau stunda nám í Kent School of English ásamt unglingum víðsvegar að í Evrópu. Enskuskóli Erlu Ara hefur mikil samskipti við enskuskóla í Englandi.  Skólinn hefur staðið fyrir námsferðum nemenda vítt og breytt um England og komið víða við á ferðalögum um landið.  Má nefna sem dæmi, Scarborough, London, York, Oxford, Bournemouth, Canterbury, Cambridge og Broadstairs.  Á vegum skólans hafi rúmlega eitt þúsund manns farið til enskunáms í Englandi.

Uppsprettan er með umboð fyrir Hilderstone College sem er afbragðs enskuskóli og hefur sent fjöldann allan af  einstaklingum á aldrinum 20-70 ára í þann skóla.