Við aðstoðum þá sem vilja fara eins síns liðs í enskunám til Englands.

By the seaside in Broadstairs

Viltu fríska upp á enskukunnáttu þína?

www.hilderstone.ac.uk er afbragðs enskuskóli sem er viðurkenndur af the British Council og hefur verið útnefndur sem einn af bestu enskuskólum í Bretlandi. Skólinn er staðsettur í Broadstairs sem er rómaður tuttugu og fimm þúsunda manna bær á suðausturströnd Englands.

Í  Broadstairs eru fallegar strendur, lítill og vinalegur miðbær með verslunum skemmtilegum krám og fjölþjóðlegum veitingastöðum. Í útjaðrinum er stór og mikil verslunarmiðstöð og góðir golfvellir innan seilingar.

Samgöngur Auðvelt að ferðast til Broadstairs.  Það tekur um einn og hálfan tíma að ferðast með lest beint frá London. Ef flogið er til Gatwick eða Heathrow er best að taka lest beint inn í miðborgina og þaðan til Broadstairs eins og fyrr segir.

Námskeið
Intensive English Course (lágmark tvær vikur) Tuttugu og ein kennslustund í hverri viku.
Verð: 310 pund á viku.

Combination course
Í boði erað bæta við 2 til 4 einkatímum í hverri viku til þess að mæta sérþörfum hvers og eins.
Verð: 100 pund fyrir 2 einkatíma í viku og 200 pund fyrir 4 einkatíma.

Námskeið fyrir enskukennara  Skólinn býður upp á tveggja vikna námskeið fyrir enskukennara.  Á morgnana er lögð  áhersla á að styrkja enskukunnáttuna og eftir hádegi er í boði að velja Creative Teaching and Culture eða CLIL.
Athugið að þessi námskeið falla undir Erasmus plus styrkjasjóð.  PIC númer skólands er 945722647.

Gisting Heimagisting í einsmannsherbergi með morgunmat og kvöldverði alla virka daga en allar máltíðir um helgar.
Verð: 144 pund á viku

Afreying Í boði er ýmiss konar afþreying án endurgjalds sem dæmi má nefna íþróttir, tónlist, þjóðdansa, kareoke og krárferðir.  Einnig er boðið upp á hálfsdagsferðir á föstudögum (Canterbury, Dover Castle) og dagsferðir á laugardögum (London, Cambridge, Oxford o.fl.).  Verð fyrir þessar ferðir er frá 3 upp í 20 pund. Dagsferðir kosta frá 10-30 pund.

Nánari upplýsingar og aðstoð við umsókn veitir Erla Aradóttir. Hikið ekki við að hringja í 8917576 eða senda fyrirspurn á erlaara@enskafyriralla.is . www.enskafyriralla.is