Enskunám í Hafnarfirði fyrir konur 35 ára og eldri.  Næstu námskeið hefjast í september. Vinsamlegast sendið póst á erlaara@enskafyriralla.is eða hringið í síma 8917576

 Við bjóðum upp á 5 vikna námskeið í Hafnarfirði.  

Þau  eru fyrir konur 35 ára og eldri  Í boði eru 7 getustig, frá 3. stigi upp í framhaldshópa og er lögð áhersla á tal í öllum hópum. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa lesskilning og fylgir hljóðdiskur með öllu lesefni. Verð 20.000

Hafðu samband og við finnum út hvaða stig hentar þér best.  Þú sækir svo einn tíma og eftir fyrsta tímann segirðu til um hvort þú viljir prófa léttara eða erfiðara stig

Ath. Kennsla fer fram í Menntasetrinu  við Lækinn í Hafnarfirði.

Við bjóðum upp á:

 • 7 getustig

 • áherslu á tal

 • lesefni með hljóðdiskum

 • sérmenntaða enskukennara

 • skemmtilega og fjölbreytta tíma

 • afslappað andrúmsloft

Stundatafla:

 • Mánudagar 16:20-17:35 Upper Elementary (stig 7)
 • Mánudagar 17:40-18:55- Intermediate (stig 9)
 • Mánudagar 19:00-20:15 Lpwer Elementary (stig 3)
 • Þriðjudagar 16:40-17:55- Advanced (stig 10)
 • Þriðjudagar 18:00-19:15- Upper Intermediate (stig 9)
 • Þriðjudagar 19:20-20:35- Intermediate (stig 8)
 • Miðvikudagar 17:00-18:15-Upper Intermediate (stig 10)
 • Miðvikudagar 18:20-19:35- Elementary (stig 6)
 • Miðvikudagar 19:40-20:55- Lower Intermediate (stig 7)
 • Fimmtudagar 16:20-17:35 (stig 4)
 • Fimmtudagar 17:40-18:55- (stig 5)
 • Fimmtudagar 19:00-20:15- Lower Elementary (stig 6)

20140620-IMG_1738

Enskunám í Englandi fyrir unglinga. Verð ca. 285 þúsund (nánast allt innifalið) Sumarið 2019 seldist upp í ferðina fyrir 13 til 16 ára. Skráning fyrir 2021 er hafin. Aðeins 25 pláss í boði.

 • Reynslumiklir ísl. hópstjórar

 • Flug og allar ferðir

 • Enskukennsla í Kent School of English

 • Ferðir og dagskrá á vegum skólans

 • Gisting hjá fjölskyldu

 • Fullt fæði

      Nánar um ferðina  13-16 ára

Umsagnir: 

 • Ég sé ekki eftir að hafa gefið sonardóttur minni í fermingargjöf að fara í enskunám í Kent School of English.  Hún kom alsæl heim og augljóst er að hún var reynslunni ríkari, með eflda kunnáttu og færni í ensku og glöð með öll þau tengsl og evrópsku vini sem hún eignaðist.
 • Takk fyrir mig og mína
 • Edda Jónasdóttir
 • Hæ Erla
 • Langaði að þakka ykkur fyrir stelpuna hún hitti okkur alsæl og hamingjusöm Nú hef ég sent þrjár dætur mínar með þér til Englands og þær koma allar heim með lífsreynslu sem þær minnast mörgum sinnum á ári .Hún var sérlega ánægð með hópstjórana og kennarana í skólanum. Sýnist að allt hafi verið eins og smurð vél þarna hjá ykkur Takk fyrir okkur
 • B.kvHelgaVið viljum líka senda til baka þakkir til þín og þíns starfsfólks. Dóttir okkar  Rún var í enskuskólanum og hún naut hverrar mínútu –  það var svo gaman :) Hún fékk ekki bara að upplifa að bæta sig í ensku heldur náði hún smá feimni úr sér í leiðinni, það er ekki slæmt :)Takk fyrir Erla, þetta er eitthvað sem hún tekur með sér áfram út í lífið. Hún lítur öðrum augum á enskuna en hún var með frekar mikla fælni að tala ensku og hafði lítið sjálfsálit á að hún gæti bara yfir höfuð lært enskuna og bætt sig, það hefur svo sannarlega breyst.Takk og takk,Með bestu kveðjum, Díana og Guðjón foreldrar  Rúnar
 • Sæl Erla Ég vil bara þakka fyrir stelpuna mína, Rakel hún var alveg alsæl með ferðina til Englands, mér fannst nú á henni að hún hafi nú ekkert verið tilbúin að koma heim strax :) Takk takk kv Guðný Stykkishólmi.
 • Sæl Erla,mig langaði bara að segja þér frá því hvað Enskuskólinn hefur gert Guðrúnu gott, ég spurði þig áður en hún fór hvort þetta nám hefði hjálpað til við enskunámið þegar heim var komið og þú sagðir mér að að minnsta kosti yrðu krakkarnir öruggari með sig þó svo að kannski væri það ekki sjáanlegt í einkunnum. En Guðrún hefur átt í erfiðleikum með lestur, er greind lesblind þó það hái henni ekki mikið nema í tungumálanámi, og þetta hefur hjálpað henni alveg svakalega mikið sem sýnir sig best í einkunnum en frá því í vor og fram að jólaprófum hækkaði hún sig um 2 heila í enskunni og kennarinn sagðist ekki hafa séð svona árangur hjá neinum  sem farið hefur í enskuskóla erlendis. Að vísu hafa hinir krakkarnir sem fóru að læra ensku eitthvað annað og voru bara tvær vikur og núna er kennarinn sannfærður um að þriðja vikan skipti öllu máli og ég held að ég sé henni sammála. En mig langaði bara að segja þér frá þessu, því ánægðir nemendur og framför í tungumálinu hlítur að vera það sem þú vilt heyra af.Bestu kveðjur,Hrönn
 • Sæl Erla. Ég heiti Jónína og er mamma hans Magnúsar  sem fór með þér til Broadstairs s.l. sumar. Mig langar til að þakka þér kærlega fyrir hann og það sem þú gerðir fyrir hann þarna úti. Hann hafði mjög gaman af dvölinni, lenti hjá yndislegri fjölskyldu, (Saunders- fjölskyldunni) sem ég mæli hiklaust með og gef mín bestu meðmæli. Það var mjög gott að vita af “gullkálfinum sínum” í svona góðum höndum, sérstaklega þegar hann er kominn í annað land. Hann fékk mikið sjálfstraust bæði í að tala ensku og eins var gott fyrir hann að kynnast því að vera í stærra og fjölmennara samfélagi bæði í skólanum og hjá fjölskyldunni. Hann kemur úr 150 manna sveitarfélagi og úr skóla þar sem eru 17 nemendur. Hann tók að gamni sínu samræmt próf s.l vor í ensku og ákvað að prufa að taka enskuna í fjarnámi frá Ármúlanum í vetur, en hann er nemandi í 10. bekk hér á Borgarfirði.Bestu kveðjur frá okkur báðum Jónína
 • Sæl Erla,
  Mig langaði til að þakka þér kærlega fyrir dömuna mína. Hún er enn í skýjunum með ferðina og segir að öll ferðin hafi farið fram úr björtustu vonum. Þær voru greinilega mjög lánsamar með heimili og erum við foreldrarnir mjög þakklát fyrir það ;)
  Kær kveðja
  Hulda (mamma Bjarkar)

Enskunám í Englandi fyrir  35 ára og eldri.  Uppselt er í ferðina 2021.

Nánar um ferðina   35 ára og eldri

Daytrip to London

Við aðstoðum einnig einstaklinga sem vilja fara í enskunám til Englands

Enskunám í Englandi fyrir einstaklinga. Við veitum faglega aðstoð og bjóðum upp á afbragðsskóla fyrir 25 ára og eldri  í  https://www.hilderstonecollege.com/

Verðdæmi: Tvær vikur með gistingu hjá fjölskyldu: 1172 pund  og  1718 pund fyrir þrjár vikur. Bæði verðdæmi eru miðuð við hóptíma á morgnana og tvo einkatíma í viku hverri.  Kennslan miðast við getustig hvers og eins. Stöðupróf og þarfalýsing er tekin á netinu áður en nemandi kemur í skólann.  Flug og ferðir ekki innifalið í verði.